Kór Akraneskirkju gaf út geisladisk í desember og fagnaði því með útgáfutónleikum í Vinaminni laugardaginn 15. desember. Á diskinum má finna úrval kórlaga sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina. Diskurinn hefur ekki að geyma jólatónlist en allar aðrar árstíðir koma við sögu. Textar eru á íslensku og má finna ljóð og þýðingar eftir Akurnesingana Guðmund Kristjánsson, Halldór Hallgrímsson, Jón Gunnar Axelsson, Jónínu Björgu Magnúsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur.

Kórinn hefur fengið gott tónlistarfólk til liðs við sig og eru það Viðar Guðmundsson sem leikur á píanó, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og svo eru það kórfélagarnir Kristín Sigurjónsdóttir sem leikur á fiðlu, Eyjólfur Rúnar Stefánsson sem leikur á gítar og einsöng syngur Halldór Hallgrímsson.

Upptökumaður var Håkan Ekman og um upptökustjórn sá Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju. Kolbrún Sigurðardóttir sá um hönnun umslags.

Hægt er að kaupa diskinn í verslununum Eymundsson og Omnis á Akranesi en einnig er hægt að panta eintök með því að senda töluvpóst á korakraneskirkju960@gmail.com