Þriðjudagur 8. september 2015

Barnastarf Akraneskirkju og KFUM/KFUK

Brátt hefst barnastarf kirkjunnar og KFUM og KFUK.

Sunnudagskólinn fer fram alla sunnudag kl. 11 í kirkjunni.

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6 – 9 ára börn. Fyrir áramót verða 5 samverur á laugardögum kl. 10 – 11.  Samverurnar fara fram í Iðnskólahúsinu bak við safnaðarheimilið Vinaminni. Það er skemmtileg dagskrá með leikjum, þrautum og ýmsu öðru ásamt fræðslu. Umsjónarmaður starfsins er Írena Rut Jónsdóttir ásamt aðstoðarleiðtogum. Samverur eru eftirtalda laugardaga:

26. sept., 17.okt., 7.nóv., 28.nóv og 5.desember. 

Leikjafjör er fyrir 10 – 12 ára börn. Fyrir áramót verða 6 samverur á miðvikudögum kl. 16:15 – 17:15.  Húsið opnar kl. 16:00. Dagskráin verður spennandi, skemmtileg og sniðin að aldurhópnum.  Á hverri samveru er fræðsla. Starfið fer fram í Iðnskólahúsinu.  Umsjónarmenn starfsins eru Aníta Einardóttir og Sigrún Þorbergsdóttir. Samverur eru eftirtalda miðvikudaga:

16.sept., 30.sept., 21.okt., 4.nóv., 25.,nóv. og 9. desember.

Ekkert kostar að taka þátt í starfi kirkjunnar en við biðjum foreldra að skrá börnin til þátttöku í kirkjuprökkurum og leikafjöri.

Skráning fer fram hér.Mánudagur 20. apríl 2015

Kaffihúsakvöld Kórs Akraneskirkju

Kaffihúsakvöld 2015

Kór Akraneskirkju heldur sína árlegu kaffihúsakvöld miðvikudagskvöldið 22. apríl og fimmtudagskvöldið 23. apríl. Dagskráin hefst kl. 20 bæði kvöldin. 

Í boði verður fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Og í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi, þá verður þessum elskum gert hátt undir höfði.

Sérstakir gestir verða þær Regína Ásvaldsdóttir
bæjarstjóri Akraness og Sigríður Thorlacius söngkona.

Regína kemur í sérstakt „sófaspjall“ og kaffihúsagestir fá að kynnast þessari ágætu konu aðeins betur en hún hefur verið farsæl í starfi á Akranesi. Sigríður Thorlacius mun leyfa gestum að njóta sinnar fallegu söngraddar.  Kórinn flytur flotta söngdagskrá en einnig mun Sigíður syngja með kórnum.

Meðleikari á píanó er Tómas Guðni Eggertsson.

Aðgangseyrir kr. 2.500.
Forsala aðgöngumiða er í Versluninni Bjargi.Miðvikudagur 25. mars 2015

Fyrirlestur um Hallgrím Pétursson

Smári - Kistuorgel Smári og Magnea

 

Smári Ólason hélt áhugaverðan fyrirlestur um Hallgrím Pétursson í Akraneskirkju í gærkvöldi. Magnea Tómasdóttir söng. Góð kvöldstund og eftir dagskrána spunnust upp fínar umræður. Þökkum þeim innilega fyrir komuna.Mánudagur 23. mars 2015

Fermingar í Akraneskirkju 2015

Ljósmynd: Guðni Hannesson

 

Sunnudaginn 22. mars voru 14 ungmenni fermd í Akraneskirkju. Fermingar verða sunnudagana 29. mars, 12. apríl og 19. apríl. Alls verða fermd 94 börn þetta vorið. Guðni Hannesson ljósmyndari tók þessa mynd af fermingarbörnunum þegar þau gengu til kirkju.Laugardagur 21. mars 2015

Hallgrímur Pétursson í Akraneskirkju

Fors_a_b_karinnar_ti (1)

Þriðjudaginn 24. mars n.k. munu Magnea Tómasdóttir söngkona og Smári Ólason tónlistarfræðingur flytja dagskrá í Akraneskirkju um Hallgrím Pétursson og Passíusálma hans. Kynnt verður 93. prentun Passíusálmanna sem kom út nú í mars þar sem „gömlu lögin“ við þá eru sett út fyrir fjögurra radda blandaðan kór gerðar af Smára auk nýrrar textarannsóknar sem hann hefur gert.

Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis!Mánudagur 23. febrúar 2015

Kór Akraneskirkju í Hörpu

Kór Akraneskirkju - Góð kórmynd

Þegar sólin sigri nær!

Kór Akraneskirkju heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu, föstudaginn 27. febrúar kl. 20.
Mikil fjölbreytni einkennir efnisskrána á þessum tónleikum og endurspeglar vel  verkefnaval kórsins. Kórinn hélt sjö tónleika á síðasta ári og nú var farið í að velja úr því efni sem flutt var og búa til efnisskrá.
Óhætt er að segja að farið verði víða um kórtónlistarflóruna. Ensk og íslensk þjóðlög, sænskir og enskir trúarsöngvar og jazzkórlög Tómasar R. munu hljóma í Norðurljósum. Ásamt kórnum kemur  fram einvala lið tónlistarfólks en það eru þau Gunnar Gunnarsson píanóleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Ingi Björn Róbertsson trommuleikari, Birgir Þórisson píanóleikari og Kristín Sigurjónsdóttir fiðluleikari. Einsöng syngja Auður Guðjohnsen mezzosópran og kórfélagarnir Jón Gunnar Axelsson tenór og Halldór Hallgrímsson tenór.
Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson.

Kór Akraneskirkju er skipaður góðu söngfólki . Þetta er hópur af ólíku fólki sem kemur saman eftir langan vinnudag og sameinast í samhljómi tónlistarinnar. Sjálfum sér til gleði og ánægju en einnig með það að markmiði að gleðja aðra með söng sínum. Auk þess að sinna kórsöng við athafnir í Akraneskirkju er kórinn einnig mikilvægur hornsteinn í öflugu menningarlífi Skagamanna.

Miðaverð er 3.500 krónur og er miðasala á midi.is

http://harpa.is/dagskra/thegar-solin-sigri-naer-kor-akraneskirkjuÞriðjudagur 17. febrúar 2015

Kirkjunni afhent rausnarleg gjöf

Guðmundur Þorvaldsson lést fyrir sex árum. Hann hefði orðið fimmtugur 31. janúar sl. ef hann hefði lifað. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti ekkja Guðmundar, Ásdís Vala Óskarsdóttir, og synir þeirra Guðmundar, þeir Þorvaldur Arnar og Þorgils Ari, Akraneskirkju að gjöf glæsilega mynd sem Guðmundur saumaði sjálfur út í tómstundum sínum og sýnir Síðustu kvöldmáltíðina. Guðmundur var afkastamikill og vel metinn texíllistamaður.

Afhend

Myndinni verður komið fyrir í safnaðarheimilinu. Akraneskirkja þakkar rausnarlega gjöf og þann góða hug sem fylgir henni.Þriðjudagur 3. febrúar 2015

Raggi Bjarna ,,messar" á Akranesi

Ragnar Bjarnason
Þeir þremenningar, séra Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi, Ragnar Bjarnason söngvari og spaugari og Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður og tónlistarmaður, hafa frá 2007 staðið að árlegri tónlistarguðsþjónustu, sem vakið hafa mikla athygli, í Akraneskirkju. Húsfyllir hefur verið hverju sinni.

Í guðsþjónustunum syngur Ragnar þekkt lög við píanóundirleik Þorgeirs en presturinn byggir brú á milli laganna með stuttri hugvekju hverju sinni.

Þetta eru lög um lífið og tilveruna; ástir og ástarsorg, náttúrufegurð, rómantík og sjómennsku, lög sem gott er að prédika út frá,“ segir Eðvarð.

 

Leiðir liggja aftur saman

Þeir félagar hafa þekkst lengi. Eðvarð var í hópi fyrstu dagskrárgerðarmanna á Rás 2 eftir að hún tók til starfa 1983 undir stjórn Þorgeirs Ástvaldssonar. Hann kynntist síðan Ragnari Bjarnasyni þegar hann ritaði ævisögu hans 1992. Þorgeir, sem er einn af þekktustu útvarpsmönnum þjóðarinnar, starfaði með Ragnari í 4 sumur í hinni þjóðþekktu Sumargleði.

Leiðir þremenninganna liggja nú aftur saman en í þetta sinn á kirkjulegum vettvangi. Þeir munu „messa“ í áttunda skipti í Akraneskirkju nk. sunnudag, 8. febrúar, kl. 17.

En hvernig kynnir presturinn dægurtónlistina í sjálfu guðshúsinu? Lagið Suður um höfin er dæmigert:

Lífinu er oft líkt við siglingu. Stundum er siglt við blíðan byr en stundum er barist áfram í ofsaveðri. Þessu er svipað farið í lífinu. Í næsta lagi heyrum við um lífssiglingu, drauma og vonir – og sólgyllta strönd… Suður um höfin… svífur minn hugur þegar kólna fer… Þangað siglum við fleyi okkar til að kanna ókunn lönd. Öll skip leita hafnar um síðir. Líka lífsskipið okkar þegar dagur er að kveldi kominn.”

 

Vertu ekki að horfa…

Ragnar og Þorgeir eru alltaf klappaðir upp í messulok. Ragnar syngur þá aukalag, eitt af vinsælustu dægurlögum allra tíma, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. Hann kynnti það sjálfur með þessum orðum í kirkjunni í fyrra:

Þetta lag söng ég 1960; það var árið sem presturinn ykkar fæddist, árið sem John F. Kennedy var kosinn forseti Bandaríkjanna, og árið sem Þorgeir Ástvaldsson lokaði gamla kerlingu í Dölunum inni í hæsnakofa heilan dag en þá var hann aðeins 10 ára…”

Ragnar Bjarnason verður 81. árs á þessu ári. Þeir sem mæta í Akraneskirkju á sunnudaginn munu sannreyna það að hann er alls ekki búinn að syngja sitt síðasta.!Raggi Bjarna ,,messar“
á Akranesi

Ragnar Bjarnason
Þeir þremenningar, séra Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi, Ragnar Bjarnason söngvari og spaugari og Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður og tónlistarmaður, hafa frá 2007 staðið að árlegri tónlistarguðsþjónustu, sem vakið hafa mikla athygli, í Akraneskirkju. Húsfyllir hefur verið hverju sinni.

Í guðsþjónustunum syngur Ragnar þekkt lög við píanóundirleik Þorgeirs en presturinn byggir brú á milli laganna með stuttri hugvekju hverju sinni.

Þetta eru lög um lífið og tilveruna; ástir og ástarsorg, náttúrufegurð, rómantík og sjómennsku, lög sem gott er að prédika út frá,“ segir Eðvarð.

 

Leiðir liggja aftur saman

Þeir félagar hafa þekkst lengi. Eðvarð var í hópi fyrstu dagskrárgerðarmanna á Rás 2 eftir að hún tók til starfa 1983 undir stjórn Þorgeirs Ástvaldssonar. Hann kynntist síðan Ragnari Bjarnasyni þegar hann ritaði ævisögu hans 1992. Þorgeir, sem er einn af þekktustu útvarpsmönnum þjóðarinnar, starfaði með Ragnari í 4 sumur í hinni þjóðþekktu Sumargleði.

Leiðir þremenninganna liggja nú aftur saman en í þetta sinn á kirkjulegum vettvangi. Þeir munu „messa“ í áttunda skipti í Akraneskirkju nk. sunnudag, 8. febrúar, kl. 17.

En hvernig kynnir presturinn dægurtónlistina í sjálfu guðshúsinu? Lagið Suður um höfin er dæmigert:

Lífinu er oft líkt við siglingu. Stundum er siglt við blíðan byr en stundum er barist áfram í ofsaveðri. Þessu er svipað farið í lífinu. Í næsta lagi heyrum við um lífssiglingu, drauma og vonir – og sólgyllta strönd… Suður um höfin… svífur minn hugur þegar kólna fer… Þangað siglum við fleyi okkar til að kanna ókunn lönd. Öll skip leita hafnar um síðir. Líka lífsskipið okkar þegar dagur er að kveldi kominn.”

 

Vertu ekki að horfa…

Ragnar og Þorgeir eru alltaf klappaðir upp í messulok. Ragnar syngur þá aukalag, eitt af vinsælustu dægurlögum allra tíma, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. Hann kynnti það sjálfur með þessum orðum í kirkjunni í fyrra:

Þetta lag söng ég 1960; það var árið sem presturinn ykkar fæddist, árið sem John F. Kennedy var kosinn forseti Bandaríkjanna, og árið sem Þorgeir Ástvaldsson lokaði gamla kerlingu í Dölunum inni í hæsnakofa heilan dag en þá var hann aðeins 10 ára…”

Ragnar Bjarnason verður 81. árs á þessu ári. Þeir sem mæta í Akraneskirkju á sunnudaginn munu sannreyna það að hann er alls ekki búinn að syngja sitt síðasta.!Sunnudagur 30. nóvember 2014

Tónleikum Kórs Akraneskirkju frestað

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur aðventutónleikum Kórs Akraneskirkju sem vera áttu í dag verið frestað,  
til mánudagsins 1. desember kl. 20:30.

Verið velkomin!