Kirkjuprakkarar (6-9 ára)

Kirkjuprakkarar

5. samverur á laugardögum (26. sept., 17. okt., 7. nóv., 28. nóv., 5. des.) kl. 10-11 í Iðnskólahúsinu

Kirkjuprakkarar er starf Akraneskirkju og KFUM og KFUK fyrir 6-9 ára börn.  Kirkjuprakkarar gera ýmislegt skemmtilegt saman, fara í leiki, spila, syngja, heyra sögur og margt fleira.

Fram að áramótum verða 5 samverur á laugardögum kl. 10 – 11. (26. sept., 17. okt., 7. nóv., 28. nóv., 5. des.)

Samverunar fara fram í gamla Iðnskólahúsinu bak við safnaðarheimilið Vinaminni. Eftir áramót verða svo samverur og dagsferðalag þegar tekur að vora. Umsjónarmaður starfsins er Írena Rut Jónsdóttir ásamt aðstoðarleiðtogum. Ekkert kostar að taka þátt í starfinu en greiða verður fyrir ferðalag á vorönn.

Vegna takmarkana á fjölda er nauðsynlegt að skrá sig í starfið. Skráning fer fram hér.

Nánari upplýsingar veitir Þráinn Haraldsson prestur í s. 4331503.