Kór Akraneskirkju

Kór Akraneskirkju skipa um 50 félagar.

Kórinn syngur allur við guðsþjónustur einu sinni í mánuði, en hina sunnudagana syngur hann hópaskiptur.

Tónleikahald er stór liður í starfsemi kórsins og veturinn 2013-2014 hélt kórinn sjö fjölbreytilega tónleika. Meðal annars var sálumessan Eternal Light eftir enska tónskáldið Howard Goodall flutt í fyrsta skipti hér á landi af kórnum.

Kórfélagar vinna fórnfúst og mikilvægt starf við Akraneskirkju en um leið gefandi og skemmtilegt.

Organisti og kórstjóri er Sveinn Arnar Sæmundsson.