Tilkynning frá Garða- og Saurbæjarprestakalli

Sólarlag
 
Í samræmi við samkomubann yfirvalda og tilkynningu
Biskups Íslands hefur öllu helgihaldi í
prestakallinu verið aflýst til og með 13. apríl. 
 
Sunnudagaskóli, barna- og æskulýðsstarf Akraneskirkju og KFUM/KFUK fellur niður á þessum tíma.
 
Safnaðarheimilið Vinaminni verður opið virka daga kl. 11-14 fyrir þau sem þurfa að leita þjónustu, t.d. er varðar útfarir.
 
Meðan á samkomubanni stendur munu prestar birta hugvekjur hér á heimasíðu kirkjunnar. Við höfum þegar hafið skoðun á að geta streymt út messum einhverja sunnudaga.
Það verður auglýst nánar síðar.
 
Samkomubannið hefur mikil áhrif á aðrar athafnir kirkjunnar t.d. útfarir og verður tilhögun þeirra ákveðin í samtali við aðstandendur. Skírnir og brúðkaup geta farið fram en
með takmörkuðum gestafjölda.
 
Prestar prestakallsins sinna sálgæsluþjónustu. Það eru margir sem finna til kvíða og vanlíðunar í þessum erfiðu aðstæðum.
Ef þú vilt samtal við prest þá er bæði hægt að hafa samband í
síma eða í gegnum tölvupóst.
 
Sr. Þráinn Haraldsson sóknarprestur S. 866 0112  thrainn@akraneskirkja.is

Sr. Jónína Ólafsdóttir S. 867 0970 – jonina@akraneskirkja.is

Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir S. 847 8633 – thora@akraneskirkja.is

 
Símanúmer í Vinaminni er 433 1500 /896 4703
 
Þótt messur falli niður leggst kristnihald ekki af, það fer fram hjá hverjum og einum. Á óvissutímum sem þessum er gott að koma fram fyrir Guði í bæn sinni og hvíla í náðarríkri hendi hans og
þiggja þá von sem trúin hefur að bjóða.
Spámaðurinn Jesaja skrifar:  Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.
Í hverju því sem á gengur er Drottinn með í för.