Eðvarð Ingólfsson
sóknarprestur

Eðvarð hefur verið sóknarprestur á Akranesi frá 1997. Áður var hann sóknarprestur á Skinnastað í Öxarfirði í tvö ár.
Eðvarð fæddist í Reykjavík 25. apríl 1960 en ólst upp á Hellissandi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1981 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1995. Einnig dvaldist hann einn vetur við nám í Bandaríkjunum.
Eðvarð var í nokkur ár — áður en hann hóf guðfræðinám — ritstjóri barnablaðsins Æskunnar og dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, bæði rás 1 og rás 2. Hann hefur auk þess ritað 15 bækur, einkum unglingabækur og ævisögur.
Eðvarð er kvæntur Bryndísi Sigurjónsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Viðtalstími alla virka daga
nema mánudaga frá kl 11:30 – 12:30
— eða eftir samkomulagi —
Akraneskirkja, 300 Akranes
Símanúmer, 433-1502
edvard@akraneskirkja.is
Þráinn Haraldsson
prestur

Þráinn er fæddur í Reykjavík árið 1984. Hann lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2004 og embættisprófi frá Guðfræðideild HÍ árið 2009.
Þráinn hefur unnið að barna og unglingastarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK síðan á unglingsárum. Hann hefur starfað í Vatnaskógi, bæði í sumarbúðum og á fermingarnámskeiðum. Við nám í guðfræðideild var Þráinn um tíma ráðgjafi á unglingageðdeild Landspítalans.
Þráinn var æskulýðsfulltrúi í Hjallakirkju og Digraneskirkju þar til hann vígðist til prest árið 2011 og þjónaði í Álasundi í Norgi til ársins 2015 er hann kom til starfa á Akranesi. Þráinn hefur áhuga á æskulýðsstarfi og hefur unnið í sálgæslu með unglingum.
Þráinn er kvæntur Ernu Björk Harðardóttur og eiga þau þrjú börn.
Viðtalstími alla virka daga
nema mánudaga frá kl 11:30 – 12:30
— eða eftir samkomulagi —
Akraneskirkja, 300 Akranes
Símanúmer, 433-1503
Farsími: 8660112
thrainn@akraneskirkja.is
Sveinn Arnar Sæmundsson
organisti og kórstjóri

Sveinn Arnar hefur verið organisti og kórstjóri við Akraneskirkju frá 2002. Áður starfaði hann sem tónmenntakennari á Akureyri og afleysingarorganisti við Akureyrarkirkju, auk þess sem hann hafði umsjón með barna- og unglingakór kirkjunnar. Einnig starfaði hann sem organisti í Skagafirði og þar stofnaði hann og stjórnaði kammerkór.
Sveinn Arnar fæddist 16. maí 1973 á Sauðárkróki en ólst upp í Akrahreppi í Skagafirði. Hann lauk 8. stigi í orgelleik og söng og lærði kórstjórn. Hann lauk kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar haustið 2006.
Sveinn Arnar er kvæntur Þórgunni Stefánsdóttur og eiga þau son saman en hún á þrjá syni fyrir.
arnar@akraneskirkja.is
Indriði Valdimarsson
skrifstofustjóri, útfararstjóri og kirkjugarðsvörður

Indriði hefur starfað hjá Akraneskirkju frá 2001.
Hann vann áður hjá Prentverki Akraness – í ein 36 ár, lengst sem framkvæmdastjóri frá 1982.
Indriði er fæddur 22. desember 1948 á Akranesi og hefur átt þar heima alla sína ævi. Hann er prentari að mennt.
Indriði hefur mikla reynslu af kirkjulegu starfi. Hann hefur m.a. sungið með kór Akraneskirkju í meira en aldarfjórðung og var formaður stjórnar kórsins um tíma. Sömuleiðis sat hann í sóknarnefnd í meira en áratug, síðast sem formaður.
Indriði er kvæntur Sigurlaugu Guðmundsdóttur og
eiga þau þrjú börn.
indridi@akraneskirkja.is
Helga Sesselja Ásgeirsdóttir
Kirkjuvörður

Helga Sesselja Ásgeirsdóttir, meðhjálpari og kirkjuvörður, fæddist á Húsavík 24. september 1962. Hún ólst upp í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu.
Helga fluttist á Akranes 1980, þá 17 ára, og hefur meðal annars unnið í leikskóla og fiskiðnaði. Hún var, árið 2009, ráðin til starfa hjá Akraneskirkju.
Helga er gift Jóni Karli Svavarssyni, verkstjóra hjá Hval hf., og eiga þau þrjú börn.
Fjóla Lúðvíksdóttir
Umsjónarmaður safnaðarheimilis

Fjóla Lúðvíksdóttir fæddist á Akranesi 25. ágúst 1965 og ólst þar upp. Hún var ráðin, árið 2012, umsjónarmaður safnaðarheimilisins. Fram að því starfaði hún meðal annars í fiskiðnaði, við hreingerningar í Fjölbrautaskóla Vesturlands og í samkomum og veislum í safnaðarheimilinu.
Fjóla er gift Jóhanni Þór Sigurðssyni, starfsmanni hjá HB-Granda, og eiga þau tvö börn.
fjola@akraneskirkja.is