Vorið 2021 verður fermt í Akraneskirkju eftirtalda sunnudaga.

21. mars

28. mars (Pálmasunnudagur)

11. apríl

18. apríl

Skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar hefst í maí og verður sent út bréf til allra barna fædd 2007 sem búa í prestakallinu og skráð eru í Þjóðkirkjuna og verður öllum boðið á kynningarfund um fermingarstarfið. Þeir sem ekki eru skráðir í Þjóðkirkjuna geta að sjálfsögðu tekið þátt og skráð sig í fermingarfræðslu.

Skráningin er rafræn og við skráningu er hægt að velja fermingardag.