Myndir kirkja 487

Dagana 15. – 18. ágúst fer fram sumarnámskeið fermingarfræðslunnar. Þetta er nýjung í fermingarstarfi Akraneskirkju og erum við spennt að taka á móti hóp fermingarbarna.

Börn úr Brekkubæjarskóla mæta frá kl. 9-12 þessa daga og börn úr Grundarskóla frá kl. 13-16. Dagskráin samanstendur af helgistundum, fræðslu, föndri, tónlist, leikjum og fleiru.

Þau börn sem ekki eiga kost á að taka þátt í sumarnámskeiðinu mæta til kennslu í september. Þar á eftir mæta öll fermingarbörnin til mánaðarlegrar samveru í safnaðarheimilinu.

Auk þess er fermingarferðalag í Vatnaskóg dagana 1.-2. september.    (Myndin með fréttinni er tekin í fermingarferðlagi síðasta árs.)

Ef einhver á eftir að skrá barnið sitt í fermingarfræðsluna er hægt að skrá hér.