Sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur í Akraneskirkju og biskup Íslands hafa gert með sér samkomulag um að sr. Eðvarð takist á hendur ný verkefni í vígðri þjónustu kirkjunnar og hverfi frá núverandi þjónstu sem sóknarprestur Garðaprestakalls frá og með 1. apríl 2019.

Frá sama tíma fellur skylda til að halda úti prestssetri á Akranesi niður og hefur kirkjumálasjóður, sem er eigandi þess, hafið söluferli á eigninni.