Sumarnámskeið fermingarfræðslunnar hefst þann 13. ágúst. Sumarnámskeiðið stendur frá 13-16. ágúst. Fermingarbörn úr Brekkubæjarskóla eru kl. 9-12 og börn úr Grundaskóla kl. 13-16.

Ýmislegt spennandi og skemmtilegt verður gert á námskeiðinu og vonandi verður gott veður til einhverjar útiveru.

Þau börn sem ekki geta tekið þátt í námskeiðinu eru í hausthópnum sem hittist 31. ágúst, 14. september og 21. september. Eftir það sameinast hóparnir og allir mæta til fræðslu einu sinni í mánuði.

Ef barnið þitt er ekki enn skráð í fermingarfræðslu er hægt að skrá hér!