Tökum vel á móti fermingarbörnunum mánudaginn 3. nóvember

Árlega ganga væntanleg fermingarbörn í hús og safna fyrir Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér er frétt af vef Hjálparstarfs kirkjunnar:

Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar ganga í hús um land allt dagana 4. – 7. nóvember með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er merktur, númeraður og lokaður með innsigli. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku.

„Með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um gildi náungakærleiks á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, við undirbúning söfnunarinnar.

Börn í fermingarfræðslu hafa í meira en tuttugu ár lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs með því að ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en árið 2024 söfnuðu þau rúmum 8 milljónum króna með þessum hætti.

Styðja má fjáröflun fermingarbarna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku með því að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og gefa 2.500 krónur, leggja upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200, kennitala 450670-0499 eða greiða með greiðslukorti hér.

Kærar þakkir fyrir að taka vel á móti börnunum!