Velkomin í starfið okkar á miðvikudögum!
Kyrrðarstund og súpa – næring fyrir líkama og sál
Alla miðvikudaga er kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10. Ljúfir orgeltónar, ritningarlestur og bæn einkenna þessar stundir. Í miðri viku er gott að taka frá smá tíma og setjast niður í kirkjunni og kyrra hugann, biðja og njóta tónlistar. Að lokinni samveru er boðið upp á súpu og kaffisopa í Safnaðarheimilinu Vinaminni, ljúft er að setjast niður og næra sig, spjalla og eiga gefandi samveru í góðum félagsskap.
Opið hús
Opið hús er í Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15.
Áhersla er á samveru og skemmtun, að fræðast og gleðjast saman. Dagskráin er sambland af tónlist, erindum frá góðum gestum og fræðslu og skemmtun að hætti hússins.
Umsjón með starfinu hefur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.
Kaffi og meðlæti í lok hverrar samveru kr. 500
Dagskrá haust 2023:
13. september
Hilmar og Steini Dúmbó
27. september
Bingó! Kr. 500 spjaldið.
11. október
Erla Dís Sigurjónsdóttir, Héraðsskjalasafn og ljósmyndir
25. október
Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, sjúkraþjálfari
8. nóvember
Dagskrá að hætti hússins
22. nóvember
Bingó!
6. desember
Aðventustund
Karlakaffi
Karlakaffi fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 13:30-15:00
Í karlakaffi fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla.
Kaffi og meðlæti í lok samveru kr. 500
Dagskrá haust 2023:
6. september
Organisti Akraneskirkju – Hilmar Örn Agnarsson
4. október
Stjörnur himinhvolfsins – Gunnlaugur Guðmundsson
1. nóvember
29. nóvember
6. desember
Aðventustund