Ævintýranámskeið sumarið 2023 eru í Akraneskirkju fyrir 6-9 ára börn og verða:

1.námskeið: 12. – 16. júní. Verð 13.500 kr – UPPSELT / BIÐLISTI

2.námskeið: 19. – 23. júní. Verð 13.500 kr – UPPSELT /BIÐLISTI

3. námskeið: 26. – 29. júní. Verð 13.500 kr – UPPSELT / BIÐLISTI

 

Námskeiðin eru kl. 8:30 – 16:00 í Gamla Iðnskólanum.

Skráning fer fram HÉR

 

Hver dagur byggist upp á rólegum stundum, söng, sögustund, fjöri, ævintýrum og útiveru. Í sögustundinni fáum við að fræðast um eitthvað af sögunum úr Biblíunni. Börnin koma með sitt eigið nesti fyrir hvern dag. Boðið er upp á hafragraut í morgunmat og djús í kaffinu fyrir þau börn sem það vilja.

Umsjón með námskeiðunum hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Hún er prestur og hefur starfað í barnastarfi í kirkjum og sumarbúðum í mörg ár. Starfsfólk námskeiðanna hefur mikla reynslu af barnastarfi. Þau leggja mikið upp úr því að taka virkan þátt í öllum dagskrárliðum með börnunum og að alltaf sé eitthvað spennandi í boði yfir daginn.

Dæmi um dagskrárliði:

  • Vatnsrennibraut
  • Náttfatapartý
  • Bangsaskírn
  • Wipe out
  • Fáránleikar
  • Öfugur dagur
  • Hæfileikasýning
  • Leikir
  • Ævintýri

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 433-1500 eða hjá Þóru á thora hjá akraneskirkja.is.