Nú hafa fermingardagar vorsins 2025 verið ákveðnir. Fermingarathafnir í Akraneskirkju eru:

Laugardaginn 5. apríl kl. 10.30 og 13.30

Sunnudaginn 6. apríl kl. 10.30 og 13.30

Laugardaginn 12. apríl kl. 10.30 og 13.30

Pálmasunnudagur 13. apríl kl. 10.30

Hvítasunnudagur 8. júní kl. 11.00

Fermt verður í Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudaginn 4. maí. 11, í Leirárkirkju sunnudaginn 4. maí kl. 14 og í Innra-Hólmskirkju á Hvítasunnudag 8. júní kl. 14.00

SKRÁNING FER FRAM HÉR

Fermingarstarfið heitir öðru nafni skírnarfræðsla og hefur eftirfarandi meginmarkmið:

  • Að kenna grundvallaratriði kristinnar trúar.
  • Að vekja og efla trú á Jesú Krist, Drottin vorn og frelsara.
  • Að virkja fermingarbörnin í starfi safnaðarins, t.d. í helgihaldi.

Fermingarstarf Akraneskirkju hefst  með sumarnámskeiði 19-22. ágúst.

Hvað um þá sem ekki komast á sumarnámskeiðið?

Þau ungmenni, sem ekki komast á sumarnámskeiðið í ágúst, mæta í staðinn í fermingarfræðslu í lok ágúst. Tímasetningar kynntar síðar.

 

Öll fermingarbörnin koma svo til fræðslu í Safnaðarheimilinu Vinaminni einu sinni í mánuði frá síðustu viku í september – fram að fermingu. Ungmennin mæta með sínum skóla, sitthvorn daginn. Kennsludagar verða kynntir í haust þegar stundatafla skólanna liggur fyrir.


Guðsþjónustur og æskulýðsfélag

Fermingarbörnin eiga að sækja 10 guðsþjónustur yfir vetrartímann.


Vatnaskógarferð

Fermingarbörnin munu sækja fermingarnámskeið í Vatnaskógi. Brekkubæjarskóli og Heiðarskóli fara dagana 8.-10. september og Grundaskóli 10.-12.september. Vatnaskógur er skemmtilegur staður í Svínadal í Hvalfirði, þar reka Skógarmenn KFUM sumarbúðir og taka á móti fermingarbörnum á haustin. Námskeiðið er blanda fræðslu, leikja og skemmtunar.


 

Söfnun fermingarbarna

Á hverju hausti ganga fermingarbörn í hús og safna fjármunum handa fátækum í Afríku. Þau fá leiðbeiningar áður en þau leggja af stað, tvö og tvö saman. Með þessu skapast kjörið tækifæri fyrir þau til að meðtaka boðskap Krists um náungakærleika á áþreifanlegan hátt. Á unglingsárum, þegar skilningur vex og ungt fólk er að móta sér lífsstíl, er mikilvægt að fá að setja sig í samhengi við aðra í heiminum og skynja kraft sinn til þess að breyta rétt og hafa áhrif.