Sr. Þráinn Haraldsson, sóknarprestur Garða- og Saurbæjarprestakalls, er nú farinn í ársleyfi. Í hans fjarveru mun sr. Jón Ármann Gíslason starfa hjá okkur. Jón Ármann vígðist árið 1997 til Skinnastaðarprestakalls og hefur þjónað þar síðan, auk þess að vera prófastur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis.

Sr. Ólöf Margrét og sr. Þóra Björg skipta sóknarprestsstöðunni milli sín.

Við tökum fagnandi á móti Jóni Ármanni í prestakallið okkar og óskum um leið Þráni og fjölskyldu hans Guðs blessunar og góðra stunda á nýjum slóðum.