Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. (Slm 103.2b)

Akraneskirkja 21. september

Sunnudagaskóli kl. 11
Alda og Andri sjá um sunnudagaskólann. Sögur og söngur að vanda, börnin fá límmiða í sunnudagaskólabókina sína.

Kvöldmessa með Taizé sálmum kl. 20
Sr Ólöf Margrét þjónar, organisti Marton Wirth, Kór Akraneskirkju leiðir söng. Meðhjálpari Fjóla Lúðvíksdóttir.

Ritningarlestur úr Davíðssálmum og fallegir Taizé sálmar sungnir en þeir byggjast upp á endurteknum söngstefjum, stuttur texti sem endurtekinn er í söng. Bæn, kyrrð og íhugun einkennir messurnar ásamt söngnum.
Taizé-messa á uppruna sinn að rekja til bæjarins Taizé í Suður-Frakklandi og sameinar fólk í mismunandi kirkjudeildum í tilbeiðslu og bæn.

Verið velkomin til kirkju á helgum degi