KÓR AKRANESKIRKJU OG KALMAN tónlistarfélag Akraness standa fyrir hinni árlegu og rómuðu gleði- og gúmmulaði sprengju nk. fimmtudagskvöld 13. nóvember kl. 20 í Vinaminni.

Fram koma ásamt Kór Akraneskirkju Flosi Einarsson píanóleikari, Matthías Stefánsson fiðluleikari og Sigurþór Þorgilsson bassaleikari.

Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson.

Boðið verður upp á hið rómaða bakkelsi kórsins með kaffinu.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í anda Skagamanna.
Miðasala við innganginn.
Miðaverð er kr. 4.500 og kr. 4.000 fyrir Kalmansfélaga.

Allir velkomnir.