Gæðastund fjölskyldunnar í Akraneskirkju!
Verið velkomin til okkar í ,,Gæðastund fjölskyldunnar“ sem er nýjung sem við ætlum að prófa okkur áfram með.
Séra Þóra Björg sér um stundina ásamt Hilmar Erni organista. Stundin byggist upp á slökun, söng og sögustund.
Að stundinni lokinni leysir fjölskyldan saman skemmtilegt verkefni ásamt því að fá hressingu.
Klukkustundar löng samvera sem hefst í Akraneskirkju, áhersla lögð á rólega samveru með söng og slökun. Síðan er farið í Vinaminni þar sem ávextir verða í boði ásamt skemmtilegu verkefni fyrir fjölskylduna. Fyrir allar fjölskyldur, stórar sem smáar.
Hlökkum til að sjá ykkur!