Erindi um sorg og sorgarviðbrögð í Vinaminni fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20
Jólin eru tími hátíðar og gleði, tími samverustunda fjölskyldunnar þar sem nýjar minningar verða til.
Jólin og aðventan reynast sumum erfiður tími, einkum í kjölfar breyttra aðstæðna, til dæmis eftir ástvinamissi eða önnur þung áföll.
Sr Jón Ármann Gíslason fjallar um sorg og sorgarviðbrögð og ýmis bjargráð sem nýst geta syrgjendum.
Verið velkomin!