Sunnudaginn 7. desember verður mikið um að vera í Garða- og Saurbæjarprestakalli.

Það verður Jólaball í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 11. Þar hlustum við á jólasögu og göngum saman í kringum jólatréð. Hver veit nema jólasveinninn kíki í heimsókn.

Einnig verður Aðventuhátíð í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20. Þar mun stúlknakór úr Heiðarskóla syngja ásamt Kór Saurbæjarprestakalls. Undirleikari er Jónína Erna Arnardóttir og stjórnandi Margrét Bóasdóttir. Einar Sigurðsson flytur hugleiðingu. Heitt súkkulaði og smákökur.

Eigum saman hátíðlega stund í kirkjunum okkar á aðventunni.