Barnakór Akraneskirkju undir stjórn Katrínar Valdísar tók til starfa sl. haust og mun halda áfram á vorönninni. Meðal verkefna er að syngja í fjölskyldumessu og á tónleikum með Sinfó í maí, auk þess að fá æfingu í framkomu og að syngja í hljóðnema. Barnakórinn er ætlaður 8-16 ára og er ekkert þátttökugjald.
Æfingar hefjast mánudaginn 19. janúar kl. 15:15
Smelltu hér til að skrá barn í Barnakórinn