Þorragleði er árviss dagskrárliður þar sem Opið hús og Karlakaffi sameinast. Boðið er upp á þorramat, söng og gamanmál. Gleðjumst saman í upphafi þorra!

Sjónvarpsmaðurinn kunni Gísli Einarsson skemmtir, Gunnar Ármannsson syngur við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar.

Komdu og vertu með í gleðinni. Kr. 3.500. Skráning í síma 433 1500 eða á netfangið olof@akraneskirkja.is

Kyrrðarstund er í kirkjunni kl. 12:10 en ekki verður boðið upp á súpu í hádeginu að þessu sinni.