Velkomin til kirkju!

Búninga-Sunnudagaskóli kl. 11
Alda og Andri taka á móti ykkur og leiða stundina með sögum og söng. Það má mæta í búning og svo er boðið upp á litastund í Vinaminni.

Messa kl. 20 – minning látinna
Nöfn þeirra sem jarðsett hafa verið í prestakallinu frá lokum október í fyrra verða lesin upp, ljós tendruð milli lestra í minningu þeirra. Sr Jón Ármann Gíslason predikar og þjónar í messunni ásamt sr Þóru Björgu Sigurðardóttur og sr Ólöfu Margréti Snorradóttur. Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirsdóttir.

Boðið upp á kaffi og konfekt í Vinaminni að messu lokinni.

Hjúkrunarheimilið Höfði
Guðsþjónusta kl. 17:15 – minning látinna. Lesin upp nöfn þeirra sem látist hafa á Höfða síðastliðið ár. Hilmar Örn organisti og kór Akraneskirkju syngur, sr Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.