Barnakór Akraneskirkju tekur til starfa nú í haust og er það okkur ánægjuefni að bjóða upp á barnakór eftir nokkuð langt hlé þar á. Kórinn er fyrir börn í 3. bekk og upp úr og hvetjum við öll börn í prestakallinu sem áhuga hafa að vera með!
Æfingar fara fram á mánudögum í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 15:15-16:00

Stjórnandi er Katrín Valdís Hjartardóttir, söngkona og tónmenntakennari. Katrín Valdís hefur áralanga reynslu af kennslu og að vinna með börnum í ýmsum verkefnum og laða fram sköpunarkraftinn í þeim. Skemmtileg lög og samvera er það sem stefnt er að.

Ekkert þátttökugjald en þess er vænst að börnin taki þátt í verkefnum kórsins:

  • Syngja í barnamessu sunnudaginn 9. nóvember kl. 11
  • Uppsetning á jólasöngleik laugardaginn 29. nóvember kl. 16
  • Taka þátt í Jólasöngvum á aðventu í Akraneskirkju miðvikudaginn 3. desember kl. 17:15

Skráning í Barnakór Akraneskirkju fer fram hér.