Það verður Bleik messa í Akraneskirkju sunnudaginn 26. október kl. 20 í tilefni af bleikum október. Elísabet Stefánsdóttir segir frá sinni sögu og séra Þóra Björg þjónar. Katrín Valdís og Andrea Bóel syngja ásamt konunum í Kór Akraneskirkju. Undirleikari er Birgir Þórisson.
Kirkjukaffi í Vinaminni eftir messuna. Verið hjartanlega velkomin!