Prestar Garða- og Saurbæjarprestakalls sem og starfsfólk Akraneskirkju er nú í óðaönn að undirbúa safnaðarstarfið sem hefst í september. Fyrst af öllu er það samt fermingarundirbúningurinn sem hefst í næstu viku, 26. og 27. ágúst!
Fyrirkomulag fræðslunnar er vikuleg samvera fyrstu fjórar vikurnar en svo mánaðarleg fræðslustund frá október til mars. Mæting er í Safnaðarheimilið Vinaminni og fer kennsla að mestu þar fram.
Nemendur Brekkubæjarskóla og Heiðarskóla mæta á þriðjudögum kl. 15 en nemendur Grundaskóla á miðvikudögum kl. 15.
Boðið verður upp á hressingu en kennslan hefst kl. 15:15 og lýkur kl. 16:15.
Við hlökkum til að taka á móti væntanlegum fermingarbörnum og vera með þeim í vetur, ræða um Jesú, um bænina, um trú, um okkur sjálf, tilfinningar, styrkleika og gildi, um vináttu, sorg og gleði og margt fleira.
Hér er hægt að skrá barn í fermingarundirbúning.