Sóknarnefndir, starfsfólk sókna og prestar óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir árið sem var að kveðja
Við tökum fagnandi á móti nýju ári og öllum þeim verkefnum sem framundan eru í safnaðarstarfi og helgihaldi, hefðbundnum og nýjum. Hér verður stiklað á stóru í því helsta sem framundan er í sóknunum okkar fjórum í Garða- og Saurbæjarprestakalli.
Barna- og æskulýðsstarf
Sunnudagaskóli í Akraneskirkju er vinsæll, Alda Björk Einarsdóttir leiðir hann áfram og Andri Freyr Hilmarsson sér um undirleik. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera og börnin fá límmiða í bókina sína Kærleikshringurinn, í henni eru einnig bænir og vers ásamt biblíusögum. Fyrsti sunnudagaskóli á nýju ári hefst 11. janúar.
Í Leirárkirkju förum við af stað með sunnudagaskóla þann 18. janúar og njótum þar liðsinnis Brynhildar Karlsdóttur. Samverur þar verða annan hvern sunnudag. Biblíusaga, söngur og gleði í Leirárkirkju!
Síðastliðið haust endurvöktum við barnakór Akraneskirkju og að sjálfsögðu heldur hann áfram. Það er Katrín Valdís Hjartardóttir sem hefur umsjón með honum. Barnakórinn er fyrir 8 ára og eldri, eða 3. bekk og upp úr. Meðal verkefna á vormisseri er þátttaka í æskulýðsdegi, setja upp söngleik og taka þátt í stórum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kórum á Vesturlandi. Í febrúar ætlum við einnig að hafa kórskóla fyrir 5-8 ára börn. Æfingar verða á mánudögum í Vinaminni. Barnakórinn og kóraskólinn eru opin öllum börnum í prestakallinu, búsettum á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit.
Æskulýðsfélagið er fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Thelma Rós og Halldór hafa umsjón með því starfi, sem fer fram í Vinaminni á mánudagskvöldum og er opið öllum unglingum í prestakallinu.
Gæðastundir fjölskyldunnar verða einu sinni í mánuði, en það er um klukkustundar löng samvera sem hefst í Akraneskirkju, áhersla lögð á rólega samveru með söng og slökun. Síðan er farið í Vinaminni þar sem ávextir verða í boði ásamt skemmtilegu verkefni fyrir fjölskylduna. Fyrir allar fjölskyldur, stórar sem smáar.
Félagsstarf á miðvikudögum
Félagsstarfið er ætlað fullorðnum sem vilja hitta aðra og eiga góða stund saman, njóta skemmtunar eða fróðleiks. Boðið er upp á Karlakaffi einu sinni í mánuði en eins og nafnið gefur til kynna er það aðeins opið karlmönnum. Opið hús er tvisvar í mánuði, opið öllum. Alltaf er boðið upp á kaffi og meðlæti fyrir kr. 1000. Dagskráin hefst kl. 13:15.
Hér má sjá dagskrá opnahússins og karlakaffis.
Alla miðvikudaga er kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10, þar sem er ritningarlestur og bæn ásamt orgelleik. Að stund lokinni er boðið upp á súpu í Vinaminni, kr. 1000.
Viðtalstímar presta á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit
Prestarnir bjóða viðtalstíma eftir samkomulagi á skrifstofu sinni í Safnaðarheimilinu Vinaminni. Þeir verða einnig með viðveru annan hvern fimmtudag kl. 10-12 í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3. Einnig er boðið upp á vitjanir í heimahúsi eða stofnanir. Símanúmer og netföng presta er að finna hér.
Dagsetningar viðveru í Hvalfjarðarsveit fram að páskum:
8. og 22. janúar
12. og 26. febrúar
12. og 26. mars
Helgihald
Helgihald verður með svipuðum hætti og undanfarin ár, þar sem boðið er til kvöldmessu í Akraneskirkju þrjú sunnudagskvöld í mánuði og messað að jafnaði 2-3 sinnum í sveitinni í mánuði.
Messuáætlun:
Akraneskirkja
- janúar Hátíðarmessa kl. 14
11. janúar Fjölskyldumessa kl. 11
18. janúar Messa kl. 20
25. janúar Messa kl. 20
1. febrúar Fjölskyldumessa kl. 11
8. febrúar Messa kl. 20
15. febrúar Messa kl. 20
22. febrúar Messa kl. 20
1. mars Fjölskyldumessa kl. 11
8. mars Messa kl. 20
15. mars Messa kl. 20
22. mars Messa kl. 20
28. mars Ferming kl. 10:30 og 13:30
29. mars Ferming kl. 10:30 og 13:30
2. apríl Messa kl. 20 – skírdagur
3. apríl Helgistund við krossinn kl. 20 – föstudagurinn langi
5. apríl Hátíðarmessa kl. 11 – páskadagur
11. apríl Ferming kl. 10:30 og 13:30
12. apríl Ferming kl. 10:30 og 13:30
19. apríl Messa kl. 20
23. apríl Messa kl. 11- sumardagurinn fyrsti
3. maí Fjölskyldumessa kl. 11 – lokahátíð barnastarfsins
10. maí Messa kl. 20
14. maí Messa kl. 11 – uppstigningardagur
17. maí Messa kl. 20
24. maí Ferming kl. 11 – hvítasunnudagur
31. maí Messa kl. 20
7. júní Messa kl. 11 – sjómannadagurinn
17. júní Hátíðarmessa kl. 13 – þjóðhátíðardagurinn
21. júní Messa kl. 20
28. júní Messa kl. 20
Hallgrímskirkja í Saurbæ
22. febrúar Messa kl. 11
15. mars Messa kl. 11
3. apríl Lestur Passíusálma kl. 13 – föstudagurinn langi
5. apríl Hátíðarmessa kl. 8 – páskadagur
3. maí Ferming kl. 11
21. júní Messa kl. 11
Innra-Hólmskirkja
- febrúar Messa kl. 20
22. mars Messa kl. 11
12. apríl Messa kl. 20
24. maí Ferming kl. 14 – hvítasunnudagur
Leirárkirkja
- janúar Messa kl. 11 – Frímúraramessa
1. mars Messa kl. 20
3. maí Ferming kl. 14