Verið hjartanlega velkomin til Hallgrímshátíðar 2025
Hallgrímshátíð verður haldin helgina 25.- 26.október í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Hallgrímshátíð hefur fest sig í sessi í prestakallinu okkar og er haldin í tengslum við dánardag Hallgríms Péturssonar, 27. október.

Laugardagur 25. október kl. 16
Sigurjónsvaka; Dagskrá í tali og tónum um sálma sr. Sigurjóns Guðjónssonar prests í Saurbæ á árunum 1931-1966.

Flytjendur eru Kór Saurbæjarprestakalls hins forna, Ásta Marý Stefánsdóttir, sópran og Erla Rut Káradóttir, stjórnandi og meðleikari.
Sr. Jón Helgi Þorarinsson fjallar um sálma sr. Sigurjóns og sr. Kristján Valur Ingólfsson flytur inngangs- og lokaorð.

Aðgangur er ókeypis.

 

Sunnudagur 26. október kl. 14
Hátíðarmessa þar sem prestar prestakallsins þjóna og sr. Kristján Valur Ingólfsson, fv. vígslubiskup predikar. Kór Saurbæjarprestkalls,  Ásta Marý Stefánsdóttir og Benedikt Kristjánsson syngja. Organisti er Erla Rut Káradóttir.

Sóknarnefnd býður öllum kirkjugestum í kirkjukaffi í Sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi.

Sunnudagur 26. október kl. 16.30
Hátíðardagskrá í kirkjunni.
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín kynnir bók sína, Ævisögu Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups. Sigurbjörg Þrastardóttir les eigin ljóð m.a tengd Hallgrími Péturssyni.
Tónlist flytja Benedikt Kristjánsson, tenór, Kór Saurbæjarprestakalls og Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari.

Gleðjumst saman á Hallgrímshátíð!