Miðvikudaginn 17. desember kl. 21 í Akraneskirkju

Kór Akraneskirkju syngur og leiðir almennan söng. Hilmar Örn Agnarsson leikur undir og stjórnar. Komdu og syngdu með, njóttu aðventu á kyrrum nótum við kertaljós og söng.

Þetta er þriðja árið í röð sem við erum með jólasöng á aðventunni, þar sem kórfélagar leiða söng, ýmsir gestir hafa kíkt við, barnakór og fleiri. Stund til að syngja saman jólalögin og eiga skemmtilegt eftirmiðdegi í aðdraganda jóla.

Nú færum við samveruna í nýjan búning með því að vera kl. 21, með kertaljós og lágstemmda stund.

Verið velkomin!