Karlakaffi í Vinaminni miðvikudaginn 1. október kl. 13:15

Gestur í fyrsta karlakaffi vetrarins er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður og sagnfræðingur. Hann segir frá bók sinni: Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948. Í bókinni er farið yfir áhugaverðan tíma í íslenskri íþróttasögu í alþjóðlegu samhengi. Margir frægir Íslendingar koma við sögu, eins og til dæmis Gunnar Huseby, kúluvarpari, sem fór ekki á leikana og Jón Leifs, tónskáld, sem keppti í listasamkeppni Ólympíuleikanna.

Komdu og vertu með, hlýddu á fróðlegt erindi og taktu þátt í spjalli með góðum félögum. Kaffi og meðlæti að sjálfsögðu.

Í karlakaffi fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla.

Kaffi og meðlæti í lok samveru kr. 1.000