Verið velkomin í kyrrðarstund í hádeginu alla miðvikudaga!

Miðvikudaginn 3. september hefjast kyrrðarstundir að nýju í Akraneskirkju og súpa á eftir í Vinaminni.

Í miðri viku er gott að taka frá smá tíma og setjast niður í kirkjunni og kyrra hugann, biðja og njóta góðra orða og fallegrar tónlistar en orgeltónar, ritningarlestur og bæn einkenna þessar stundir.

Að lokinni samveru er boðið upp á súpu og kaffisopa í Safnaðarheimilinu Vinaminni, ljúft er að setjast niður og næra sig, spjalla og eiga gefandi samveru í góðum félagsskap. Súpa kr. 1.000.

Í september og október er organistinn Hilmar Örn í leyfi en Bryndís Bragadóttir mun hlaupa í skarðið fyrir hann flesta miðvikudaga.