Alþjóðlegur dagur barnsmissis miðvikudaginn 15. október.
Minningarstund verður í Akraneskirkju kl. 20. Við minnumst þeirra barna sem létust í móðurkviði, í og eftir fæðingu. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur, Heiðmar Eyjólfsson leikur á gítar og séra Þóra Björg leiðir stundina.
Að stundinni lokinni verður farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði. Stundin er opin öllum og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin.