Velkomin í opið hús og á kyrrðarstund!

Kyrrðarstund er í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10
Boðið upp á súpu í Vinaminni eftir stundina, kr. 1000

Það verður söngur, gleði og spjall í opna húsinu kl. 13:15 þegar við tökum á móti þátttakendum í félagsstarfi Guðríðarkirkju sem hyggja á ferð yfir nes og undir fjörð.
Okkar ástkæra söngkona Katrín Valdís Hjartardóttir gleður okkur með ljúfum söng, við skiptumst á fréttum og sögum við gesti okkar og fáum auðvitað gott með kaffinu.

Munum líka bleika daginn!

Dagskráin framundan í opnu húsi:

12. nóvember:    Hressi sjúkraþjálfinn Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, mætir og fræðir okkur um heilsu og vellíðan

26. nóvember:   Bingó

3. desember – aðventuhátíð