Tónleikanefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ stendur árlega fyrir sumartónleikum í kirkjunni. Tónleikaröðin er til styrktar menningarsetri að Saurbæ í Hvalfirði. Þar bjó Hallgrímur Pétursson ásamt Guðríði Símonardóttur og samdi hann m.a. Passíusálmana. Tónleikaröðin er frá vori fram á haust á hverju ári. Tónleikarnir eru alla sunnudaga kl. 16 frá 22. júní til 10. ágúst þar sem innlendir og erlendir listamenn koma fram.

Styrktaraðilar eru Uppbyggingarsjóður Vesturlands, Héraðssjóður Vesturlandsprófastsdæmis, Hvalfjarðarsveit og Garða- og Saurbæjarprestakall.

Aðgangseyrir kr. 3500.

Dagskráin í sumar er fjölbreytt að venju:

22. júní: Kvintett Össurar Inga – Bach með íslenskum samtíma og hollenskri rómantík

29. júní: Lauri Wuolio frá Finnlandi – Kumea Sound, málmskeljar

6. júlí: Kvartettinn Kurr – frönsk, sænsk og íslensk leikhústónlist

13. júlí: Hljómsveitin Brek – heimstónlist og heimasamin, eigin lög og þjóðlög

20. júlí: Ásta Soffía Þorgeirsdóttir – Heimur harmonikkunnar

27. júlí: Magnús Þór Sigmundsson – Ferill ástsæls tónlistarmanns

3. ágúst: Philip Daniel píanó – Life and Times, frumsamin tónlist

10. ágúst: Skálholtstríóið – Frá Bach til Bozza