Sunnudaginn 9. nóvember verður fjölskyldumessa í Akraneskirkju kl. 11. Séra Þóra Björg leiðir stundina og Barnakór Akraneskirkju syngur fyrir okkur undir stjórn Katrínar Valdísar. Undirleikari er Andri Hilmarsson. Í messunni verður nýjung þar sem við ætlum að vera með föndurstöðvar og búa til skemmtileg listaverk.
Um kvöldið verður Kvöldmessa í Innra-Hólmskirkju kl. 20. Séra Þóra Björg þjónar og leikur á gítar undir söng Kórs Saurbæjarprestakalls.
Verið hjartanlega velkomin❤️