Sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11
Alda og Andri taka hress á móti börnum og fullorðnum í fyrsta sunnudagaskólanum á nýju ári.
Það verður sungið og fjallað um hugrekki, sögð saga af Daníel í ljónagryfjunni og hver veit nema ný ævintýri Tófu birtist á skjánum. Afmælisbörn fá gjöf og öll börn fá límmiða í Kærleiksbókina sína.
Verið velkomin í sunnudagaskólann!