Sunnudagurinn 23. nóvember er síðasti dagur kirkjuársins, nýtt kirkjuár hefst svo fyrsta sunnudag í aðventu. Tvær messur verða í prestakallinu auk sunnudagaskóla.
Verið velkomin til kirkju!
Akraneskirkja
Sunnudagaskóli kl. 11, Alda og Andra taka á móti hressum börnum og foreldrum. Saga og söngur að vanda og límmiði í Kærleiksbókina.
Æðruleysismessa kl. 20. Pálmi Gunnarsson syngur ásamt konum úr Kór Akraneskirkju, Kirkjubandið spilar undir, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sr Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir messuna, félagar úr AA-samtökunum taka þátt. Meðhjálpari Ósk Jónsdóttir. Boðið upp á kaffi og spjall í Vinaminni að messu lokinni.
Leirárkirkja
Messa kl. 11. Sr Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Lenka Mateova, meðhjálpari Kolbrún Sigurðardóttir. Kirkjukaffi eftir messu.