Úr guðspjalli sunnudagisns:
Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka?
Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa.
En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur.
Hverjum degi nægir sín þjáning. (Matt 6.31-34)
Akraneskirkja
Sunnudagaskóli kl. 11 – Alda Björk og Andri taka með gleði á móti gestum sunnudagaskólans
Kvöldmessa kl. 20
Sr Jón Ármann Gíslason þjónar, Kór Akraneskirkju syngur, organisti Marton Wirth. Meðhjálpari Ósk Jónsdóttir.
Hallgrímskirkja í Saurbæ
Guðsþjónusta kl. 11
Sr Jón Ármann Gíslason þjónar, Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Lenka Mátéóva. Meðhjálpari Ágústa Björg Kristjánsdóttir.