Sunnudaginn 18. maí er fjölbreytt helgihald í prestakallinu. Í Akraneskirkju er boðað til nýjungar með viðtalsmessu kl. 20. Gestur kvöldsins er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þráinn Haraldsson sóknarprestur leiðir messuna og tekur viðtal við Guðrúnu. Í viðtalinu verður sjónum beint að persónulegri hliðum stjórnmálakonunnar og þá sérstaklega hinni trúarlegu vídd. Um leið munum við ræða um hvort og þá hvernig trú og stjórnmál geta átt samleið í nútíma samfélagi. Guðrún hefur komið að undirbúningi messunar meðal annars með því að velja sálma og bænarefni.

Hilmar Örn Agnarsson organisti Akraneskirkju leiðir tónlistina ásamt Kór Akraneskirkju. Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að sjá nýja hlið á stjórnmálum!

Um morgunin verður hefðbundin guðsþjónusta í Innra-Hólmskirkju kl. 11. sr. Þráinn Haraldsson predikar, Zsuzsanna Budai leikur á orgel og Kór Saurbæjarprestakalls syngur. Eftir stundina verður boðið upp á kirkjukaffi í þjónustuhúsinu.

Verið öll velkomin til kirkju á sunnudaginn!