Vorið er komið og um að gera að bregða undir sig betri fætinum!
Dagskrá Opna hússins að þessu sinni er vorferð í Reykholt miðvikudaginn 7. maí. Mæting er í Vinaminni kl. 11:15 og brottför 11:30
Í Reykholti hittum við félaga okkar frá Bústaðakirkju og snæðum hádegisverð á Fosshóteli, sem samanstendur af súpu, kjúklingabringu og smá eftirrétt. Við förum svo í Snorrastofu og fáum fróðlegt erindi þar. Þá er gengið um svæðið við kirkjuna undir leiðsögn sr Maríu Ágústsdóttur sóknarprests í Reykholti. Heimkoma áætluð um kl. 16
Þátttökugjald kr 3500. Skráning í síma 433 1500
Kyrrðarstund fellur niður miðvikudaginn 7. maí