Sunnudaginn 8. ágúst er kvöldguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 20. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar og Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á orgel.

Predikunartexti dagsins fjallar um fund Jesú með samversku konunni, þar sem hann fjallar um hver Guð og hvernig við tilbiðjum hann.

Allir eru velkomnir í kirkjuna til að eiga kvöldstund, það er nóg pláss og því auðvelt að halda hæfilegri fjarlægð eins og við reynum þessa dagana.