Skólahúsið sem gjarnan er kallað gamli Iðnskólinn var byggt 1912. Fyrst um sinn var húsnæðið nýtt undir barnaskóla, síðan gagnfræðaskóla, þá iðnskóla og svo aftur barnaskóla. Nú hefur húsið ekki verið notað sem skólahúsnæði um árabil.

Gamli Iðnskólinn hefur síðustu ár verið vel nýttur fyrir kirkjuna. En þar fer fram allt barna- og æskulýðsstarf, fermingarfræðsla, ævintýranámskeið, listnámskeið og þangað er athöfnum einnig streymt af og til.

Nú þegar verið er að laga húsnæði Brekkubæjarskóla vegna brunans í síðustu viku hefur gamli Iðnskólinn fengið hlutverk skólahúsnæðis á ný. Þriðji bekkur í Brekkubæjarskóla hafur notið góðs af því að vera í húsnæðinu og una þau sér vel. Húsinu fylgir mikil saga og hafa einhvern börn jafnvel átt langömmur og langafa sem hafa gengið í skólann.