22.02.22 – frábær dagur, ekki satt?
Eruð þið búin að stefna að brúðkaupi en aldrei orðið af því, kannski út af covid eða bara einhverju allt öðru.
Þann 22.02.2022 verður boðið upp á drop in brúðkaup í Akraneskirkju, einföld en falleg og hátíðleg athöfn. Tilvalið tækifæri til að láta verða af því að gifta sig og svo er auðvelt að muna dagsetninguna, sem getur komið sér vel.
  • Fyrir ykkur sem hafið alltaf ætlað að gifta ykkur en aldrei látið verða af því.
  • Fyrir ykkur sem viljið gifta ykkur í fallegri kirkju, fá fyrirbænir og blessun en viljið ekki mikið tilstand.
  • Fyrir ykkur sem viljið gifta ykkur.

Þið útvegið fæðingar- og hjúskaparstöðuvottorð hjá Þjóðskrá.

Þið hafið samband við okkur á akraneskirkja@akraneskirkja.is og bókið tíma þennan dag/kvöld.

Við útvegum ykkur prest, organista og kirkjuvörð sem annast athöfnina án endurgjalds.