Sunnudagurinn 27. nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu. Í Akraneskirkju verður haldin æðruleysismessa kl. 20. Í messunni beinum við sjónum okkar að æðruleysinu og æðruleysisbæninni og ekki síður hvað það er að vera ljós í lífi annara. Félagi úr AA á Akranesi mun segja reynslusögu.

Lítill hópur úr Kór Akraneskirkju syngur undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og Magga Stína syngur einsöng. sr. Þráinn Haraldsson leiðir stundina.

Kirkjan verður hálfrökkvuð og þetta er gott tækifæri til að slaka á áður en jólastressið hellist yfir okkar!

Eftir messu er kirkjukaffi í Vinaminni.