Sunnudaginn 12. febrúar er sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11. Saga dagsins er dæmisaga Jesú Krists um týnda soninn. Eftir sunnudagaskólann verður boðið upp á litastund í Vinaminni. Börnin geta litað mynd dagsins og foreldrar fengið sér kaffibolla.

Um kvöldið er messa kl. 20 með þáttöku félaga úr Lions. Sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti, nú búsettur á Saurbæ og Lionsmaður predikar, félagar úr Lions lesa texta og karlakórinn Svanir syngja undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.