Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Barnakór Akraneskirkju 8-16 ára
Barnakór Akraneskirkju undir stjórn Katrínar Valdísar tók til starfa sl. haust og mun halda áfram á vorönninni. Meðal verkefna er að syngja í fjölskyldumessu og á tónleikum með Sinfó í maí, auk þess að fá æfingu í framkomu og að syngja í hljóðnema. Barnakórinn er ætlaður 8-16 ára og er ekkert þátttökugjald. Æfingar hefjast mánudaginn 19. janúar kl. 15:15 Smelltu hér til að skrá barn í Barnakórinn
Sunnudagur 11. janúar
Sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11 Alda og Andri taka hress á móti börnum og fullorðnum í fyrsta sunnudagaskólanum á nýju ári. Það verður sungið og fjallað um hugrekki, sögð saga af Daníel í ljónagryfjunni og hver veit nema ný ævintýri Tófu birtist á skjánum. Afmælisbörn fá gjöf og öll börn fá límmiða í Kærleiksbókina sína. Verið velkomin í sunnudagaskólann!
Gleðilegt ár
Sóknarnefndir, starfsfólk sókna og prestar óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir árið sem var að kveðja Við tökum fagnandi á móti nýju ári og öllum þeim verkefnum sem framundan eru í safnaðarstarfi og helgihaldi, hefðbundnum og nýjum. Hér verður stiklað á stóru í því helsta sem framundan er í sóknunum okkar fjórum í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Barna- og æskulýðsstarf Sunnudagaskóli í Akraneskirkju er vinsæll, Alda Björk Einarsdóttir leiðir hann áfram og Andri Freyr [...]
Áramót – tónleikar og helgihald
Gamlársdagur Hjúkrunarheimilið Höfði kl. 11:15 Hátíðarguðsþjónusta Kór Saurbæjarprestakalls syngur, stjórnandi Margrét Bóasdóttir, undirleikari Bryndís Bragadóttir. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Akraneskirkja kl. 16 Hátíðartónar Hilmar Örn Agnarsson organisti, Jóhann Stefánsson á trompet, Páll á Húsafelli og fleiri gestir. Notaleg stund í kirkjunni á lokadegi ársins. Verið velkomin! Nýársdagur Akraneskirkja kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir, organisti Hilmar Örn Agnarsson, einsöngur Hanna Þóra Guðbrandsdóttir. Kór Akraneskirkju syngur. Meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirsdóttir Laugardagur 3. janúar Bíóhöllin [...]
Helgihald á jólum – breyttur tími á aðfangadag
Guð gefi ykkur gleðileg jól Helgihald um jól og áramót verður með sama sniði og verið hefur undanfarin ár, að því undanskyldu að aftansöngur í Akraneskirkju á aðfangadag verður kl. 17. Aðfangadagur 24. desember Akraneskirkja Aftansöngur kl. 17 Sr Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar, organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Kór Akraneskirkju leiðir söng, Benedikt Kristjánsson syngur einsöng. Fiðla Hrefna Berg, flauta Sigurður Magnússon. Meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirsdóttir. Miðnæturmessa kl. 23 Sr Jón Ármann Gíslason þjónar, [...]
Leirárkirkja: Kríla-jólasöngur laugardaginn 20. desember kl. 10:30
Velkomin í jólasöngstund í Leirárkirkju kl. 10:30 laugardaginn 20. desember. 3-6 ára börnum boðið að syngja í krílakór. Brynhildur Karlsdóttir leiðir stundina, boðið upp á léttar veitingar í lokin. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Jólasöngur við kertaljós
Miðvikudaginn 17. desember kl. 21 í Akraneskirkju Kór Akraneskirkju syngur og leiðir almennan söng. Hilmar Örn Agnarsson leikur undir og stjórnar. Komdu og syngdu með, njóttu aðventu á kyrrum nótum við kertaljós og söng. Þetta er þriðja árið í röð sem við erum með jólasöng á aðventunni, þar sem kórfélagar leiða söng, ýmsir gestir hafa kíkt við, barnakór og fleiri. Stund til að syngja saman jólalögin og eiga skemmtilegt eftirmiðdegi í aðdraganda jóla. Nú [...]
Jólasöngur í guðsþjónustu 14. desember – Hljómur syngur
Þriðja sunnudag í aðventu, 14. desember, verður guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11 Hljómur syngur jólasöngva, stjórnandi Lárus Sighvatsson. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sr Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Meðhjálpari Ósk Jónsdóttir. Verið velkomin!
Ljós á leiði
Ljós a leiði verða afgreidd í kirkjugarðinum á Akranesi laugardaginn 6. desember frá kl. 13.00 til 15.30. ATHUGIÐ. Afgreiðslan er í skúrnum í kirkjugarðinum. Aðilar sem óska eftir ljósi á leiði í Innra-Hólmskirkjugarði, vinsamlegast hafa samband við Gunnar Hafsteinsson í síma 898 4644 Verð kr. 9.000 Nánari upplýsingar veita Valdimar Þorvaldsson í síma 899 9755 eða netfang valdith@aknet.is og Ólafur Gr. Ólafsson í síma 844 2362 eða netfang oligretar@aknet.is LIONSKLÚBBUR AKRANESS
Aðventuhátíð í Hallgrímskirkju í Saurbæ og jólaball í Akraneskirkju
Sunnudaginn 7. desember verður mikið um að vera í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Það verður Jólaball í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 11. Þar hlustum við á jólasögu og göngum saman í kringum jólatréð. Hver veit nema jólasveinninn kíki í heimsókn. Einnig verður Aðventuhátíð í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20. Þar mun stúlknakór úr Heiðarskóla syngja ásamt Kór Saurbæjarprestakalls. Undirleikari er Jónína Erna Arnardóttir og stjórnandi Margrét Bóasdóttir. Einar Sigurðsson flytur hugleiðingu. Heitt súkkulaði og smákökur. Eigum saman hátíðlega stund [...]
Jólasöngstund í Akraneskirkju miðvikudaginn 3. desember kl. 17:15
Nú er komin hefð fyrir jólasöngstund í Akraneskirkju á aðventunni, þar sem við eigum ljúfa stund og syngjum saman uppáhalds jólalögin okkar. Hilmar Örn organisti stýrir og leikur undir, félagar úr Kór Akraneskirkju leiða söng. Jólasöngstundirnar verða sem hér segir: Miðvikudaginn 3. desember syngur Barnakór Akraneskirkju einnig með okkur - stundin hefst kl. 17:15 Miðvikudaginn 10. desember kl. 17:15 Miðvikudaginn 17. desember kl. 21
Opið hús 3. desember: Aðventugleði – Komdu og vertu með!
Miðvikudagur 3. desember Kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 - súpa í Vinaminni á eftir Opið hús í Vinaminni - aðventugleði - dagskrá hefst kl. 13:15 Upplestur, söngur og gaman á aðventugleðinni og að sjálfsögðu smákökur. Tveir fræknir Skagamenn gleðja okkur með söng, þeir Gunnar Már Ármannsson og Sigursteinn Hákonarson. Hilmar Örn organisti leikur undir. Verið velkomin!