Ævintýranámskeið

Sumarið 2020

Skráning fer fram á skráningarvef Akraneskirkju.

Námskeiðið eru fyrir 6-9 ára börn og verður

  • 1. námskeið: 29. júní – 3. júlí 2020 (10.500 kr) – BIÐLISTI

Námskeiðin eru virka daga frá klukkan 8:00-16:00.

Börnin koma með sitt eigið nesti fyrir hvern dag. Boðið er upp á hafragraut í morgunmat og djús í kaffinu fyrir þau börn sem það vilja.


DAGSKRÁ

Hver dagur byggist upp á rólegum stundum, söng, fræðslu, fjöri og útiveru.

Rólegar stundir
Söngur, leiklist eða spjall.

Söngstundir
Sungin eru ýmis konar lög.

Fræðslustundir
Á hverjum degi er fræðsla með kristilegum boðskap.

Fjör
Wipe-out braut, ævintýraferð, óhefðbundnar íþróttir, 
náttfatapartý, hæfileikasýning,
vatnsrennibraut, pylsupartý, leikir, rugldagur,
þemadagar og margt margt fleira.

Útivera
Skógarferð, gönguferð og ævintýraferðir.

Verðlaunaafhending
Í lok hvers námskeiðs fá allir verðlaun fyrir eitthvað sem þau
eru góð í. Það er sérstök verðlaunaafhending þar sem foreldrum
er boðið að koma að fylgjast með og þar verður einnig sýnt myndband frá ævintýrum námskeiðsins.


Stjórnendur námskeiðsins

Umsjón með námskeiðunum hafa Þóra Björg Sigurðardóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og Ásta Jóhanna Harðardóttir guðfræðinemi. Þær hafa báðarr mikla reynslu af starfi með börnum.

Upplýsingar er hægt að fá í síma 433-1500 og í gegnum netfangið 
thora@akraneskirkja.is

Smelltu hér til þess að skrá á námskeið