Leikjafjör (10 til 12 ára)

Leikjafjör Akraneskirkju og KFUM/KFUK

Samverur 6. miðvikudaga (16. sept., 30. sept., 21. okt., 4. nóv., 25. nóv., 9. des.) í Iðnskólahúsinu frá kl. 16:15 – 17:15. Húsið opnar kl. 16:00

Tilboðið er fyrir alla sem eru 10 – 12 ára og samanstendur af spennandi og skemmtilegri dagskrá með leikjum, þrautum og spennandi fræðslu svo eitthvað sé nefnt. 

Leikjafjör fer fram 6 skipti á haustönn 2015, á miðvikudögum kl. 16:15 – 17:15. (16. sept., 30. sept., 21. okt., 4. nóv., 25. nóv., 9. des.) Samverunar fara fram í gamla Iðnskólahúsinu bak við safnaðarheimilið Vinaminni. Eftir áramót verða svo samverur og ferðalag þegar tekur að vora. Umsjónamenn starfsins eru Aníta Einarsdóttir og Sigrún Þorbergsdóttir. Ekkert kostar að taka þátt í starfinu en greiða verður fyrir ferðlag á vorönn.

Vegna takmarkana á fjölda er nauðsynlegt að skrá sig í starfið. Skráning fer fram hér.

 Nánari upplýsingar veitir Þráinn Haraldsson prestur í s. 433 1503.

Skemmtilegar og fræðandi samverustundir.

TTT (3) TTT (4) TTT (6) TTT (7) ttt