Nú hafa fermingardagar vorsins 2022 verið ákveðnir. Að þessu sinni bjóðum við upp á þá nýbreytni að fermt verður einn laugardag. Fermingarathafnir í Akraneskirkju eru:

Sunnudagur 27. mars kl. 10.30 og 13.30

Sunnudagar 3. apríl kl. 10.30 og 13.30

Laugardagur 9. apríl kl. 10.30

Sunnudagur 10. apríl (Pálmasunudagur) kl. 10.30 og 13.30

Fermingardagar í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Innra-Hólmskirkju og Leirárkirkju verða ákveðnir síðar, þegar ljóst er hversu mörg börn hyggjast fermast í þessum kirkjum.

Í byrjun maí munu væntanlega fermingarbörn (fædd 2008) og foreldrar þeirra fá sent bréf þar sem skýrt verður frá tilhögun fermingarfræðslunnar. Skráning hefst um sama leyti og fer fram rafrænt.  Foreldrar velja fermingardag um leið og barnið er skráð.