Fjólublár litur prýðir altari Akraneskirkju á þessum tíma kirkjuársins. Fastan er hafin og er fjólublái liturinn, litur umhugsunar, hryggðar og iðrunar. Fjólublái liturinn er einnig litur þriggja sunnudaga aðventunnar. Litir kirkjuársins eru tjáning án orða, hljóð áminning til okkar og vitnisburður um söguna mestu og bestu, inngrip Guðs sjálfs í mannheima.